Gistinætur á hótelum í september voru 156.000 talsins samanborið við 136.500 í september í fyrra. Þetta er 14% aukning á milli ára. Erlendir ferðamenn voru í meirihluta gesta eða 82% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum. Þeim fjölgaði um 15% frá í fyrra. Á sama tíma voru gistinætur Íslendinga 11% fleiri en í fyrra.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum. Hér má sjá skiptinguna eftir landssvæðum, fjölda gistinótta og aukninguna á milli ára.

  • Höfuðborgarsvæðið - gistinætur 109.500 - 11% aukning
  • Norðurland - gistinætur 12.900 - 30% aukning
  • Suðurland - gistinætur 15.900 - 25% aukning
  • Austurland - gistinætur 6.300 - 21% aukning
  • Suðurnesin - gistinætur 6.600 - 13% aukning
  • Vesturland og Vestfirðir - gistinætur 4.700 - 2%