Rúmlega 37.400 Íslendingar héldu utan í júní, sem er um 22% fleiri en héldu utan í júní í fyrra. Hefur þeim nú fjölgað stöðugt á milli ára í mánuði hverjum allt frá því í nóvember árið 2009, að apríl 2010 undanskildum þegar Eyjafjallajökull lét til sín taka. Greining Íslandsbanka fjallar um ferðir Íslendinga í dag.

„Frá áramótum talið hafa um 162.600 Íslendingar haldið erlendis sem er fjölgun upp á 23% frá sama tímabili í fyrra. Þetta er svipaður fjöldi og var á árinu 2004 en ljóst er að nokkuð er í land að fjöldinn verði jafn mikill og á árunum 2006 til og með 2008. Þegar mest lét, sem var á fyrri helmingi ársins 2008, var fjöldinn kominn upp í 227.600, sem er 40% fleiri en nú í ár.“