Úrval íslenskra bókatitla mun aukast til muna á næstunni en Forlagið stefnir á að gera eigendum allra tegunda lesbretta kleift að kaupa rafbækur þess fyrir jól. Þar á meðal eru eigendur Kindle, en hingað til hafa rafbækur þeirra ekki verið opnar þeim sem eiga slík lesbretti. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Kindle lesbrettið les ekki EPub skráarsniðið en auk þess eru afritunarvarnir á íslenskum rafbókum sem koma ú veg fyrir kaup á bókum forlagsins. Leysa á þetta mál með því að streyma bókunum á Kindle og geta notendur svo geymt bækurnar á Hillan.is.