Atvinnuleysi var 6,4% í júní og hefur aukist um 1,2 prósentustig frá því í júní í fyrra þegar það var 5,3%. Þetta sýna niðurstöður Vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands en þær voru birtar í morgun. Atvinnuleysi í júní var 6,7% á meðal karla miðað við 5% í júní í fyrra og meðal kvenna var það 6,1% miðað við 5,6% í júní í fyrra.

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókninni voru í júní síðastliðnum að jafnaði 191.000 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 178.700 starfandi og 12.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 84,3% og hlutfall starfandi voru 78,9%.

Atvinnulausir teljast þeir sem voru án atvinnu í viðmiðunarviku könnunarinnar, þ.e. höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu (í eina klukkustund eða lengur) sem launþegar eða sjálfstætt starfandi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan 3 mánaða.

Á vef Hagstofunnar má lesa meira um Vinnumarkaðsrannsóknina.