Utankjörfundaratkvæði sem höfðu borist sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 18. október síðastliðinn, tíu dögum fyrir kosningar, voru alls 5.275, en á sama tímapunkti fyrir ári voru þau 3.654 að því er Morgunblaðið greinir frá.

Er munurinn 1.621 atkvæði, eða 44% aukning á milli ára, og veltir Bergþóra Sigmundsdóttir sviðstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs hjá embættinu hvort einhverju muni að nú fer atkvæðagreiðslan fram í Smáralind heldur en Perlunni.

„Mér hefur fundist aðeins meira af ungu fólki koma að kjósa núna en áður,“ segir Bergþóra en hún bendir jafnframt á að atkvæðagreiðslan hófst níu dögum fyrr en áður.