Atvinnuleysi mældist 6,2% á öðrum ársfjórðungi og voru þá að meðaltali 12.900 manns án atvinnu, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar . Atvinnuleysi mældist 7,4% hjá körlum en 6,2% hjá konum. Þetta merkir að 188.300 á aldrinum 16 til 74 ára voru að jafnaði á vinnumarkaði á fjórðungnum. Þetta er 1,1% fjölgun á milli ára.

Fram kemur í upplýsingum Hagstofunnar að dregið hafi úr langtímaatvinnuleysi. Af þeim sem voru atvinnulausir á fjórðungnum höfðu um 2.000 manns verð atvinnulausir í eitt ár eða lengur. Það eru 15,8% atvinnulausra. Fyrir ári höfðu um 2.600 verið án atvinnu í eitt ár eða lengur.