Samkvæmt skýrslu Northstack um það fjármagn sem sprotafyrirtæki sóttu á árinu 2021 kemur fram að 25 sprotafyrirtæki hafi sótt fjármagn á árinu. Athygli vekur að 22 þeirra sprotafyrirtækja sem sóttu fjármagn á síðasta ári voru stofnuð eingöngu af körlum, þrjú voru stofnuð af bæði körlum og konum en ekkert var stofnað einungis af konum.

Helga Valfells, einn stofnenda vísisjóðsins Crowberry Capital, segir konur ekki sækja fjármagn í jafn miklum mæli en 40% af eignasafni Crowberry I hafa verið fyrirtæki leidd af konum.

„Við höldum utan um fjölda frumkvöðla sem leita til okkar og það koma fleiri karlateymi, en fjöldi kvenfrumkvöðla er að aukast," segir Helga.

Af þeim teymum sem leitað hafi til Crowberry frá byrjun árs 2021 eru 59% þeirra skipuð körlum, 24% konum og 17% bæði körlum og konum en þar af eru 55,5% leidd af konum. Gera má ráð fyrir skekkju í þessum tölum en þær ættu samt sem áður að gefa ágæta mynd af hlutföllunum. Helga segir fjölda kvenfrumkvöðla sem leiti til þeirra vera að aukast en nefnir einnig að í Evrópu séu konur í nýsköpun að fá mjög lítið fjármagn.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .