Grikkir og Spánverjar lögðu meiri pening inn á reikning í bönkum þar í landi í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum frá seðlabönkum landanna. Þar með er endir bundinn á útstreymi innstæðna í bönkum.

Fram kemur í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar, að innstæður í bönkum á Grikklandi hafi aukist um 0,88% á milli mánaða en á Spáni um 0,8%.

Þetta er þvert á þróunina í öðrum evruríkjum en þar var lítil sem engin breyting á innstæðum í bankakerfi landanna.

Reuters hefur eftir upplýsingafulltrú spænska seðlabankans, að megin ástæða þess að innstæður hafi aukist þar í landi sé sú að bankinn hafi aflétt hömlum í vaxtastríði bankanna.