Atvinnuleysi mælist nú 6,8% og varð engin breyting á milli mánaða, samkvæmt nýbirtum tölum  mælist nú 6,8% í Þýskalandi. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem atvinnulausum fjölgar í Þýskalandi. Þrátt fyrir að atvinnuleysistölurnar séu nálægt því sem síðast sáust þegar Vestur- og Austur-Þýskaland voru sameinuð árið 1990 með tilheyrandi skelli fyrir efnahagslíf landsins þá eru þær langt frá meðaltalinu á evrusvæðinu. Þar mældist atvinnuleysi 11,2% í júní síðastliðnum.

Talsverður munur er á atvinnuleysi þar eftir löndum. Til samanburðar er um 25% atvinnuleysi á Grikklandi og Spáni sem eru verst stödd.

Fram kemur í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar að ljóst sé af hagtölum í Þýskalandi að landsmenn séu farnir að finna fyrir áhrifum skuldakreppunnar á evrusvæðinu enda hafi landsframleiðsla þar dregist saman um 0,3% á öðrum ársfjórðungi. Búist er við að samdrátturinn haldi áfram á þessum fjórðungi. Gangi það eftir er er hætt við að Þjóðverjar upplifi samdráttarskeið á seinni hluta ársins.