Tóbaksframleiðendurnir Altria Group (MO) og Reynolds American (RAI) eru að lenda í enn einum málarekstrinum. Nú eru það bandarísk stjórnvöld sem höfða mál á hendur tóbaksiðnaðnum vegna gruns um misvísandi heilbrigðisupplýsingar. Munu stjórnvöld styðjast við löggjöf sem sett var til að vinna á móti skipulagðri glæpastarfsemi eins og mafíunni til að ná sektargreiðslu upp á 280 milljarða dala. Má búast við að þessi málaferli standi eitthvað fram á næsta ár.

Hlutabréfaverð beggja félaga lækkaði í súðustu viku. Lækkaði gengi Altria Group um 6,75% í vikunni og endaði í 45,21 dollar á meðan gengi Reynolds American (RAI) endaði í 66,71 sem er lækkun um 7,83% í vikunni. Þetta kemur fram í Vikufréttum MP fjárfestingabanka.