Í janúar síðastliðnum voru innskráningar í app Arion banka fleiri en innskráningar í netbankann. Þessu greinir Vísir.is frá.

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir þó að heimsóknir í netbankann standi í stað. Fólk er í auknum mæli að nýta sér appið. Höskuldur segist hafa búist við þessar þróun, en að hún hafi orðið hraðari en hann bjóst við. Aukin áhersla bankanna á stafræna þjónustu er einn liðurinn í því að draga úr rekstrarkostnaði bankanna.

Eins og VB.is greindi frá á dögunum hagnaðist Arion banki um 14,9 milljarða króna á fyrsta árfsjórðungi þessa árs samanborið við 2,9 milljaðra á sama tímabili 2014. Afkoman markaðist mjög af óreglulegum liðum. Þar höfðu mest áhrif einskiptisatburðir eins og skráning og sala bankans á hlutum í fasteignafélaginu Reitum og alþjóðlega drykkjaframleiðandanum Refresco Gerber.