*

mánudagur, 30. nóvember 2020
Erlent 19. nóvember 2020 15:56

Fleiri sækja um bætur vestanhafs

Fleiri sækja nú um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum en áður hefur verið. Þróunina má rekja til aukinna Covid-19 smita.

Ritstjórn
epa

Í fyrsta sinn í fimm vikur hefur fjöldi þeirra sem sækja um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum tekið að fjölga. Alls sóttu 742 þúsund Bandaríkjamenn um bætur sem ekki hafa áður verið á atvinnuleysisbótum en Covid-19 tilfellum vestanhafs hefur tekið að fjölga ört.

Hagfræðingar gera ráð fyrir að þróunin haldi áfram og rúmlega 700 þúsund Bandaríkjamenn muni sækja um atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn í þessari viku, að því er segir í frétt Financial Times.

Yfir tuttugu milljón Bandaríkjamenn þiggja atvinnuleysisbætur á einn hátt eða annan hátt um þessar mundir. Hagfræðingur sem Financial Times ræddi við telur að þróunin muni halda áfram á næstu vikum og að rekja megi aukið atvinnuleysi til framþróunar á faraldrinum.