Þrjár sprengjur voru sprengdar í suðurhluta Taílands á sunnudag, en þriggja daga helgi sem byrjaði á föstudag byrjaði einnig með víðtækum sprengiárásum á ferðamannastaði í landinu.

Erlendir ferðamenn meðal særðra

Sprengingarnar í gær sprungu fyrir framan verslanir í Yala héraðinu í suðurhluta landsins en þar hafa aðskilnaðarsinnar múslima lengi barist fyrir sjálfstæði héraðsins. Héraðsstjórinn Chaichanna Krittiyanart sagði að engan hefði sakað.

Árásirnar á föstudag leiddu til dauða fjögurra fórnarlamba, en að auki særðust meira en 30 manns, þar af 10 ferðamenn frá Þýskalandi, Ítalíu, Hollands og Austurríki. Allir sem létust voru Taílenskir borgarar.

Ný stjórnarskrá tryggir ítök hersins

Var þetta í fyrsta sinn sem aðgerðir aðskilnaðarsinna beindust að ferðamannastöðum þó þeir hafi staðið í sinni baráttu í meira en áratug.

Nýlega samþykktu íbúar Taílands nýja stjórnarskrá sem á að vera grundvöllur fyrir afhendingu hersins á völdum í landinu á ný til borgaralegra stjórnvalda, en á sama tíma verða gríðarleg ítök hersins fest í sessi til langrama í stjórnkerfi landsins.