Fjölmennt var í Hörpu í morgun þegar forsvarsmenn ólíkra fyrirtækja ræddu um störf á Íslandi og hvernig megi fjölga þeim.

Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður Sinnum, sagði störfin koma af sjálfu sér í réttu umhverfi. Því þyrftu stjórnvöld að huga að minni skattlagningu og skoða forgangsröðun verkefna.