Aukning á veltu debetkorta í júní sl. samanborið við júní 2011 nam 11,7%. Heildarvelta kreditkorta jókst um 9,7% milli sömu mánaða, samkvæmt hagtölum Seðlabankans um greiðslumiðlun. Alls nam velta með debetkort um 34,5 milljörðum í júní. Kreditkort  veltu 31,9 milljörðum sem er 2,6% aukning frá fyrri mánuði.

Þá jókst heildarúttekt erlendra debet- og kreditkorta mikið milli maí og júní. Úttektirnar námu alls um 9,5 milljörðum í júní en voru 5,9 milljarðar í maí. Er þar árleg sveifla sem fylgir auknum ferðamannastraumi. Sé litið til síðustu ára má búast við svipuðum úttektum útlendinga í ágúst og í júlí.