MMR hefur sent frá sér niðurstöður úr könnun á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina sem framkvæmd var á tímabilinu 9. til 16. desember sl.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti stjórnmálaflokkurinn og mældist nú með 29,4% borið saman við 25,4% í síðustu könnun sem framkvæmd var í lok nóvember. Björt framtíð er næststærsti flokkurinn með 16,2% og bætir við sig 0,7% frá síðustu könnun.

Samfylkingin mælist með 16,1% fylgi borið saman við 16,5% í síðustu könnun. Píratar bæta við sig 0,8% frá síðustu könnun og mælast nú með 11,4% fylgi.

Fylgi Framsóknarflokksins dregst saman milli kannana um 0,8% en það mældist 11%. Vinstri grænir mælast með 10,4% fylgi samanborið við 11,2% síðast.

Stuðningur við ríkisstjórnina eykst milli kannana en hann mældist nú 37,3% en var 36,4% í síðustu mælingu.

Nánar má lesa um niðurstöður könnunarinnar hér .