Fleiri þingmenn segjast myndu greiða atkvæði með áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar nú en fyrir tæpu ári síðan. Viðskiptablaðið reyndi að kanna afstöðu allra 63 þingmanna eða sitjandi varamanna þeirra en auðnaðist að kanna afstöðu 56 þeirra.

Þingmenn voru spurðir hvernig þeir myndu ráðstafa atkvæði sínu ef gengið yrði til kosninga um frumvarpið í dag. Af 56 þingmönnum sem Viðskiptablaðið náði í segjast 23 myndu styðja frumvarpið. Aftur á móti segjast 19 vera á móti því. Tíu þingmenn gefa ekki upp afstöðu sína og fjórir segjast myndu sitja hjá.

Þingmenn voru spurðir hvernig þeir myndu ráðstafa atkvæði sínu ef gengið yrði til atkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar. Hér má sjá hlutföll þeirra sem gáfu upp afstöðu sína.
Þingmenn voru spurðir hvernig þeir myndu ráðstafa atkvæði sínu ef gengið yrði til atkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar. Hér má sjá hlutföll þeirra sem gáfu upp afstöðu sína.
© Jóhannes Stefánsson (VB MYND/JS)

Borið saman við afstöðu 52 þingmanna í nóvember í fyrra má merkja meiri stuðning við frumvarpið hjá þeim sem gefa upp afstöðu sína. Þannig sögðust 18 þingmenn myndu gjalda frumvarpinu jákvæði en 22 sögðust vera á móti frumvarpinu. Þá voru átta sem vildu ekki gefa upp afstöðu sína og fjórir sem sögðust myndu sitja hjá.

Enginn í Sjálfstæðisflokki á móti

Sem fyrr er afgerandi munur á afstöðu þingmanna eftir því í hvaða flokki þeir eru.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .