Á fréttavef Dow Jones er haft eftir sérfræðingum að fleiri yfirtökutilboð gætu borist Actavis í kjölfar þess að Novator hefur nú lagt fram yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis.
?Yfirtökustríð? er nefnt í þessu sambandi. Að mati sérfræðinga er tilboðið afar lágt eða aðeins 9% yfir lokagengi Actavis í Kauphöllinni í gær sem gæti lokkað aðra fjárfesta til að leggja fram tilboð. Í fréttinni er haft eftir Jónasi Friðþjófsyni sérfræðingi hjá greiningu Glitnis að tilboðið sé alltof lágt og að óráðlegt væri að taka því, sérstaklega í ljósi þess að ekki er útlokuð að önnur tilboð berist. ?Líklegast frá einhverjum af stærstu samheitalyfjafyrirtækjum heims,? segir Jónas við Dow Jones.