*

þriðjudagur, 17. maí 2022
Innlent 30. september 2021 18:04

Fleiri uppsagnir hjá bönkunum

Landsbankinn hefur sagt upp níu starfsmönnum í september og sex starfsmönnum Arion var sagt upp í vikunni.

Sigurður Gunnarsson
Haraldur Guðjónsson

Landsbankinn hefur sagt upp níu starfsmönnum í mánuðinum. Uppsagnirnar náðu til bæði höfuðstöðva og útibúa bankans en flestar þeirra voru þær á höfuðborgarsvæðinu, að því er kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Viðskiptablaðsins. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í gær.

Alls hefur stöðugildum Landsbankans verið fækkað um 37 talsins í ár. Í flestum tilvikum hefur fækkunin orðið samhliða starfsmannaveltu eða starfslokum vegna aldurs. Landsbankinn segir að uppsagnirnar tengist ekki með beinum hætti fyrirhugaðri breytingu á afgreiðslutíma útibúa sem tilkynnt var um í gær.

Þá var sex starfsmönnum Arion banka sagt upp í vikunni. Uppsagnirnar eru sagðar liður í áframhaldandi hagræðingu í rekstri bankans, samkvæmt svari Arion við fyrirspurn Viðskiptablaðsins.