Fleiri veitingastaðir verða opnir núna yfir áramótin heldur en áður samkvæmt yfirliti yfir opnunartíma sem Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti tekur saman árlega. Á gamlárskvöld verða 33 veitingastaðir opnir og á nýárskvöld verður 51 veitingastaður opinn.

Aukið framboð á þjónustu fyrir erlenda ferðamenn í Reykjavík yfir jól og áramót er fagnaðarefni að sögn Einars Bárðarsonar, forstöðumanns Höfuðborgarstofu. „Veitingastaðir og ferðaþjónustuaðilar í Reykjavík eru að standa sig frábærlega í að mæta þörfum þessa aukna fjölda ferðamanna sem kýs að verja jólunum í Reykjavík,” segir Einar.

Hægt er að sjá lista yfir opnunartíma staða á vefnum jolaborgin.is .