*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Innlent 29. júlí 2019 08:32

Fleiri vilja kaupa WOW

Kaup Michelle Ballarin og félags henni tengdri á eignum þrotabús WOW air hefur verið rift.

Ritstjórn
epa

Kaup Michelle Ballarin og félags henni tengdri á eignum þrotabús WOW air hefur verið rift. Þetta staðfestir Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóri WOW air í samtali við Morgunblaðið í dag.

Hann segir jafnframt að viðræður við fleiri aðila um kaup á eignunum standi yfir. Hann segir tals­verðan áhuga á eign­un­um, ekki síst þeim sem teng­ist viðhalds­mál­um Air­bus-flug­véla en WOW air átti tals­verðan lag­er vara­hluta og búnaðar sem tengd­ist viðhaldi flug­flota fé­lags­ins.

Þor­steinn seg­ir þau verðmæti vel selj­an­leg á alþjóðleg­um markaði og að unnið sé að koma þeim í verð.

Stikkorð: WOW Michelle Ballarin