Í júlí 2016 voru 26.200 manns í einkennandi atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar.

Þetta er 15% aukning miðað við júlí árið 2015. Í júlí 2015 voru alls 22.800 sem störfuðu við ferðaþjónustu.

33% aukning í ferðaskipulagningu

Þar af störfuðu 3.500 við farþegaflutningar með flugi og þar var aukningin um 21%. Við rekstur gististaða starfa 7.500 manns og þar var aukning um 12%, síðan í fyrra. Einnig starfa fleiri við veitingarekstur en í fyrra, en í júlí á þessu ári störfuðu 8.800 manns við slíka iðju miðað við 8.200 á sama tíma í fyrra.

Launþegum sem störfuðu við ferðaskipulagningu, ferðaskrifstofur og bókunarþjónustu fjölgaði um 33% frá því í fyrra úr 2.700 og upp í 3.600.