Gengi í bréfum flestra félaga á aðalmarkaði Nasdaq Iceland lækkaði í dag. Velta með hlutabréf nam samtals 1.452.194.242 krónum, en velta með skuldabréf nam 14.533.426.145 krónum. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,38% og endaði í 1.310,95 stigum eftir viðskipti dagsins en aðalvísitala skuldabréfa um lækkaði 0,28%.

Af þeim félögum sem hækkuðu í verði var hækkunin mest hjá Fjarskiptum hf., sem nam 1,29%. Heildariðskipti með bréfin námu 387.323.721 krónum. Næst mest hækkun var á gengi bréfa í HB Granda, sem hækkuðu um 0,46% í 2.653.290 króna viðskiptum.

Mest velta var hins vegar með bréf VÍS, 417.453.850 krónur, en gengi bréfanna lækkaði um 0,23% í viðskiptum dagsins.

Mest lækkun var með bréf Haga, sem lækkuðu um 1,16% í verði. Velta með bréfin nam 103.667.026 krónum. Næst mest lækkun var með bréf Eimskipa sem lækkuðu um 0,80% í 17.360.000 króna viðskiptum.

Allir skuldabréfaflokkar lækkuðu í verði. Engin viðskipti voru á First North, en 250.080 króna viðskipti voru með Landsbréf-LEQ kauphallarsjóðinn, sem hækkaði um 2,16%.