Tæplega 67% fyrirtækja útvega starfsfólki sínu þráðlaus tæki til að tengjast netinu utan vinnustaða. Flest fyrirtækjanna eða 61% þeirra útvega starfsfólki fartölvu eða spjaldtölvu. Í öðrum tilvikum er starfsfólkinu útvegað önnur þráðlaus tæki.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í riti Hagstofunnar Upplýsingatækni og netnotkun fyrirtækja 2012 .

Flestir fá útveguð tæki hjá fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtækjum eða 90% starfsfólks samanborið við tæp 42% starfsfólks hjá fyrirtækjum í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð þar sem hlutfallið er lægst.