Flestir þeirra sem fengu meira en milljón króna í mánaðarlaun á síðasta ári starfa í fiskvinnslu samkvæmt svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssoar, alþingismanns og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Þar kemur fram að að meðalfjöldi launagreiðsla hærri en ein milljón á mánuði hafi verið 4.298 á árinu.

Þar af voru 763 greiðslur á mánuði, að meðaltali, innan sjávarútvegs. Næst kemur opinber stjórnsýsla og löggjöf en þar voru 422 greiðslur á mánuði yfir einni milljón. 223 launagreiðslur voru inntar af hendi að meðaltali á mánuði í bönkum og sparisjóðum.