*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 29. maí 2013 08:00

Flest ný störf í ferðaþjónustu og fiski

Gylfa Zoëga segir þrjá þætti skýra 80% af breytingum á vinnumarkaði hér á landi í gegnum árin.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Störfum hefur fjölgað mest í ferðaþjónustu og í greinum tengdum fiskveiðum á þeim að verða fimm árum sem liðin eru frá bankahruninu árið 2008, að því er fram kemur í dag í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskiptið. Á sama tímabili hefur störfum í tengslum við mannvirkjagerð og störfum tengdum fræðslustarfsemi og kennslu og störfum í fjármálageiranum fækkað mikið.

Blaðið vitnar til óbirtrar greinar Gylfa Zoëga, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, og Kjartans Hreinssonar um helstu breytingar á vinnumarkaði frá aldamótum, að störfum hafi fjölgað í fjölgaði í mannvirkjagerð, fjármálastarfsemi og verslun þegar gengi krónunnar styrktist fyrir hrun. Þegar aðstreymið breyttist í útstreymi árið 2008 og erlendir aðilar viljað fá sitt til baka hafi krónan fallið. Þær atvinnugreinar sem höfðu blómstrað árin 2004 til 2008 drógust saman en ný störf urðu til í ferðaþjónustu og sjávarútvegi þar sem hagnaður varð nú mjög mikill og samkeppnishæfni meiri en áður.

Þrír þættir skýra 80% af þeim breytingum sem hafa orðið á vinnumarkaðnum, að mati Gylfa og Kára. Fyrsti þátturinn er alþjóðlegur og felst í straumi vinnuafls úr framleiðslugreinum yfir í þjónustustarfsemi. Annar þátturinn orsakast af stóriðjuframkvæmdum hér á landi sem fjölgað hafi störfum í orkufrekum iðnaði og hjá veitufyrirtækjum. Þriðji þátturinn felst svo í fjármagnshreyfingum til og frá Íslandi.

Stikkorð: Gylfi Zoega Gylfi Zoëga