Um 55% frumkvöðla og sprotafyrirtækja velta undir 50 milljónum rkóna á ári og 34% þeirra er með undir tíu milljóna króna veltu, samkvæmt niðurstöðum vefkönnunar á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í könnuninni kemur sömuleiðis fram að rúmlega 90% frumkvöðla- og sprotafyrirtækja á Íslandi telja líklegt að velta þeirra muni aukast á næsta ári.

Fram kemur í um könnunina í Fréttablaðinu í dag að af þessum fyrirtækjum höfðu um 44% þeirra fengið aðra aðstoð en fjárhagslega, t.d. í formi handleiðslu og leiðsagnar. Hins vegar sögðu 64 prósent fyrirtækjanna að þau hefðu sóst eftir fjárhagslegri aðstoð eða styrkjum án þess að fá úthlutun.