*

mánudagur, 24. júní 2019
Innlent 20. júní 2018 10:48

Flest sveitarfélög með hámarksútsvar

Flest sveitarfélög landsins eða 56 talsins eru með útsvarsprósentu sína í lögbundnu hámarki eða 14,52%.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Norðurturni.
Haraldur Guðjónsson

Flest sveitarfélög landsins eða 56 talsins eru með útsvarsprósentu sína í lögbundnu hámarki eða 14,52%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Íslandsbanki hefur sent frá sér. Lögum samkvæmt verður útsvar sveitarfélagana að vera á bilinu 12,44%-14,52%. 

Tekjur A-hluta sveitarfélaganna námu 316 milljörðum króna á árinu 2017 og jukust um 9% á milli ára.

Hlutdeild tekna sveitarfélaganna í tekjum hins opinbera stóð í 28,5% á árinu 2017 og hefur ekki verið hærri í fimmtán ár hið minnsta.

Rekstrarniðurstaða sem hlutfall af tekjum A-hluta sveitarfélaganna nam 4% á árinu 2017 og hefur farið vaxandi undanfarin ár.

 Vaxandi hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum gefur sveitarfélögunum í einfaldri mynd svigrúm til að gera þrennt; lækka skuldir, lækka útsvar og þar með álögur á íbúa eða auka þjónustustig við íbúa ýmist með því að fjárfesta í innviðum eða með öðrum hætti.

Tekjur sveitarfélaga sem falla undir A- og B-hluta starfsemi þeirra námu 405,5 mö. kr. á árinu 2017 og jukust um 7% á milli ára.

Hlutfall skulda á móti eignum sveitarfélaganna hefur verið að lækka frá því að það náði hámarki í 73% á árinu 2009. Stóð hlutfallið í 56% á árinu 2017 og hefur ekki verið lægra frá árinu 2007.

Um 97% sveitarfélaga stóðu undir skuldsetningu ársins 2017 þegar horft er til A- og B-hluta, sem er sambærileg niðurstaða og á árinu 2016 þegar hlutfallið nam 98%.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is