Viðskiptaráð Íslands og fleiri - Beina Brautin Grand Hótel 22.03.11
Viðskiptaráð Íslands og fleiri - Beina Brautin Grand Hótel 22.03.11
© BIG (VB MYND/BIG)
Ekki liggur fyrir hversu mörgum málum sem tengjast Beinu brautinni svokölluðu er endanlega lokið. Viðskiptablaðið leitaði upplýsinga um hversu mörgum samningum væri formlega lokið. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fjármálafyrirtækja voru alls 1.469 fyrirtæki tekin til skoðunar samkvæmt Beinu brautinni, en leiðinni var ætlað að leysa úr skuldavanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Fyrirtæki sem fengið hafa úrlausn eru 1.038, samkvæmt upplýsingum SFF og þar með 842 með aðferð Beinu Brautarinnar. Skýrslugerð um leiðina miðast við gerð tilboða um úrlausn. Unnið var á skuldavanda 196 félaga með annarri úrlausn. Enn eru 329 mál í vinnslu. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálafyrirtækjunum lýkur langflestum málum, þar sem gert er tilboð, með samkomulagi.