Á hlutabréfamarkaði kauphallar Nasdaq á Íslandi voru í gær 788 viðskipti, sem eru flest viðskipti á einum degi í rúmlega 12 ár, en í viðskiptum dagsins í gær gerðist einnig sá sögulegi atburður að Úrvalsvísitalan fór í fyrsta sinn yfir 2.400 stigin.

Þar af voru 488 viðskiptanna með bréf Icelandair Group, sem einnig voru þau flestu með bréf í einu félagi á einum degi yfir sama tímabil.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær námu viðskiptin með bréf flugfélagsins nálega milljarði króna, og fóru þau í 1,71 krónu, en útboðsgengi bréfa félagsins í september nam 1 krónu. Þar með höfðu bréf félagsins hækkað um tæplega 36% á einum mánuði.

Til viðbótar voru viðskiptin með bréf Icelandair í nóvembermánuði þau flestu með eitt félag í einum mánuði í 12 ár, eða 2.969 viðskipti.

Í dag var sögulegur dagur á hlutabréfamarkaði en 788 viðskipti dagsins eru þau flestu á einum degi í rúmlega 12 ár. Þá...

Posted by Nasdaq Iceland on Tuesday, 8 December 2020