Samkvæmt spá um bílasölu á næsta ári verður samdráttur fjórða árið í röð. Búist er við að eftirspurn eftir bílum aukist lítillega í Norður-Ameríku frá því sem var í ár og eftirspurn dragist saman í Evrópu.

Á vef The Economist er bent á að ríkisstuðningur við kaup á nýjum bílum líði nú undir lok í Bandaríkjunum en þar var ráðist í svokallaðan „cash-for-clunker“ aðgerðapakka. Ekkert slíkt hefur verið gert í Evrópu.

Spá um bílasölu í heiminum, mælt í milljónum seldra bíla, má sjá myndrænt hér.