Fjórar af hverjum fimm fartölvum sem seldar eru hafa innbyggt þráðlaust netkort, að því er fram kemur í nýrri skýrslu greiningarfyrirtækisins Context. Sala á fartölvum með innbyggðu þráðlausu netkorti jókst um 135% milli febrúarmánaðar 2005 og 2004. Á síðasta ári voru aðeins 38,6% fartölva með þráðlausu netkorti en í ár 79,4%. Í frétt CRN í Danmörku kemur fram að aukningin er mest í fyrirtækjatölvum en þar eru 83.9% með innbyggt kort.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.