Hlutfall kvenna í háskólanámi er talsvert hærra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hér fara 66% kvenna í háskólanám. Svíar koma næstir á eftir en þar er hlutfall kvenna með háskólamenntun 63,4%.

Minnsti munurinn hlutfalli karla og kvenna í háskólanámi er í Danmörku. Þar er hlutfall kvenna með háskólamenntun 58,7% en karla 41,3%.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í Norrænu hagtöluárbókinni sem Hagstofan birti í dag.