MMR hefur birt niðurstöður könnunar þar sem athugað var traust almennings til forystufólks í stjórnmálum.

Flestir sögðust bera mikið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eða 48,5% og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, en þar nam hlutfallið 46,7%.

Dags B. Eggertssonar, borgarstjóri Reykjavíkur, nýtur mikils trausts 37% svarenda og Birgitta Jónsdóttur, kapteinn Pírata, 32,3%. Annað forystufólk í stjórnmálum sem könnunin náði til naut mikils trausts um eða undir fjórðungs þeirra sem tóku afstöðu. Birgitta Jónsdóttir er eini stjórnmálaleiðtoginn sem nýtur meira trausts nú en í júní 2013.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 22,8% treysta Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og 17,5% Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra.

Nánar má lesa um niðurstöður könnunarinnar hér.