Framboð á flugi til London í Bretlandi hefur tvöfaldast á tveimur árum og var flogið þangað í 158 skipti í nýliðnum mánuði. Flug til London voru 25,6% allra áætlunarflugferða í febrúar, samkvæmt talningu flug- og ferðasíðunnar Túrista.is .

Fram kemur í umfjöllun Túrist að í febrúar var boðið upp á áætlunarflug til 23 borga frá Keflavíkurflugvelli og voru ferðirnar 618 talsins.

Næstflest voru flugin í febrúar til Kaupmannahafnar eða 79.

Hér að neðan má sjá helstu borgirnar ásamt hlutfalli ferða þangað í mánuðinum.

  1. London: 25,6%
  2. Kaupmannahöfn: 12,9%
  3. Osló 9,2%
  4. París: 5,8%
  5. Stokkhólmur: 5,2%
  6. New York: 5%
  7. Boston: 4,5%
  8. Amsterdam: 4,2%
  9. Manchester: 4%
  10. Seattle: 3,2%