Frá Keflavíkurflugvelli voru farnar um 2.200 áætlunarferðir til 69 áfangastaða í september. Helmingur þeirra ferða voru farnar til þeirra tíu borga sem oftast var flogið til, en hinn helmingurinn skiptist niður á 59 áfangastaði. Þetta kemur fram í frétt á vefnum Túristi.is.

Flest flug voru til Lundúna, höfuðborg Bretlands, en þangað var flogið 184 sinnum í september. Það er 21,1% aukning frá sama tíma í fyrra. Næst flestir flugu til Kaupmannahafnar, en þangað fóru 163 áfangaflug í mánuðinum.

Mikil aukning var á flugi til Parísar, en í september voru 130 áætlunarferðir til borgarinnar, sem er 47,7% aukning frá sama tíma í fyrra. . „Í síðasta mánuði voru til að mynda farnar nærri helmingi fleiri ferðir til frönsku höfuðborgarinnar en bæði íslensku flugfélögin hafa bætt í flugið þangað og nú fara þotur Icelandair bæði Charles de Gaulle flugvallar og Orly.

Einnig vegur þungt að nú takmarkast Íslandsflug fransk-hollenska lággjaldaflugfélagsins Transavia ekki lengur við sumarmánuðina heldur nær flugáætlun félagsins fram í lok þess mánaðar,“ kemur að lokum fram í fréttinni.