*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 11. febrúar 2015 14:30

Flestir framkvæmdastjórar giftir

Meðalaldur framkvæmdastjóra framúrskarandi fyrirtækja er 52 ár. Sá elsti er 81 árs en sá yngsti er 24 ára.

Ritstjórn
Frá fundi Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki.
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptablaðið gaf í síðustu viku út sérblað í samstarfi við Creditinfo þar sem birtur er listi framúrskarandi fyrirtækja. Listinn hefur verið gefinn út af Creditinfo undanfarin ár, en frá því í fyrra hefur þeim fjölgað um 115 og eru nú 577 talsins.

Ef hjúskaparstaða allra framkvæmdastjóra framúrskarandi fyrirtækja ársins 2014 er skoðuð kemur í ljós að um 76% þeirra eru giftir eða 441 framkvæmdastjóri. 13% framkvæmdastjóra eru ógiftir eða 74 talsins og eru 32 framkvæmdastjórar búnir að ganga í gegnum skilnað á meðan 16 eru skildir frá borði og sæng.

Yngsti aðeins 24 ára

Fyrirtækin 577 sem eru framúrskarandi árið 2014 eru jafn misjöfn og þau eru mörg en það sama gildir einnig um framkvæmdastjóra þeirra. Meðalaldur þeirra er 52 ár en elsti framkvæmdastjórinn er 81 árs og sá yngsti er aðeins 24 ára.

Kynjahallinn á listanum er hins vegar töluverður en á honum eru tæplega 90% framkvæmdastjóra karlkyns og aðeins um 10% kvenkyns.

Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Framúrskarandi