Tæp 57% aðspurðra eru mjög hlynnt því að ríkið styðji við eignalitla og tekjulága einstaklinga við húsnæðiskaup og tæp 31% frekar hlynnt slíkum stuðningi, samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar Capacent-Gallup fyrir Íbúðalánasjóð í liðnum mánuð,  annars vegar á meðal almennings og hins vegar meðal þeirra er festu kaup á íbúðarhúsnæði tímabilið júlí til nóvember í fyrra. Frekar eða mjög andvígir voru samtals 8,3%.

Þegar spurt var um afstöðu til tveggja valkosta um hvernig slíkum stuðningi ætti að vera háttað, voru yfir 67% þeirrar skoðunar að hann ætti að vera í formi húsnæðisbóta frá ríkinu, t.d. með því að greiða viðkomandi hærri vaxtabætur. Tæp 33% töldu hins vegar að ríkið ætti að niðurgreiða húsnæðisvexti til þessara aðila.

Um símakönnun var að ræða og var úrtakið 1.600 einstaklingar sem keyptu fasteign á tímabilinu júní-nóvember 2007, en svarhlutfallið 53,3%, eða um 800 manns.