Tíu prósent fyrirtækja sem tóku þátt Cranet rannsókn Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun við HR sögðust hafa beitt hópuppsögnum til að bregðast við efnahagshruninu. Álíka stórt hlutfall hafði beitt markvissum uppsögnum eða sagt upp 5-9% vinnuaflsins á lengra tímabili en einum mánuði.

Við ákvörðun um uppsagnir svöruðu 51% fyrirtækja því til að frammistaða í starfi hefði ráðið mestu 42% svarenda sögðu verkefnastöðu hafa haft mikið að segja og 17% nefndu starfsaldur. 5% sögðu persónuleika fólks hafa verið mest ráðandi. Starfsaldur, sértæk þekking og framtíðarverkefni höfðu einnig áhrif á ákvarðanatöku um uppsagnir en lítið var horft til fjölskylduaðstæðna, menntunar eða aldurs starfsfólks.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.