„Þó svo að langflestir viðskiptavina fjármálafyrirtækja  standi í skilum er alveg ljóst að staðan hefur þrengst hjá mörgum og er enn að þrengjast. Þessi staða er mikið áhyggjuefni“.  Þetta segir í fréttatilkynningu frá Samtökum fjármálastofnanna (SFF) en samtökin tóku saman upplýsingar um skuldir almennings miðað við stöðuna 1. október 2010.

SFF segja mikilvægt að öll ferli sem tengjast skuldaaðlögun verði einfölduð. Á það bæði við hjá fjármálafyrirtækjum og hjá öðrum kröfuhöfum, þar á meðal hjá opinberum aðilum.

Sértæk skuldaaðlögun of flókin og seinvirk

„Það liggur ljóst fyrir að ferlið sem viðskiptavinum fjármálafyrirtækja  var boðið upp á undir heitinu sértæk skuldaaðlögun er  of flókið og seinvirkt. Takist að einfalda ferlið út frá hagsmunum viðskiptavina er ljóst að þessi afgreiðsla getur gengið mun hraðar fyrir sig.“