*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 1. júní 2018 18:32

Flestir koma vegna náttúrunnar

Yfir 90% svarenda nefna náttúru landsins eða einstök náttúrufyrirbæri sem ástæðu þess að hugmynd að Íslandsferð hafi kviknað.

Ritstjórn
Þannig sögðust til dæmis 20% ferðamanna hafa heimsótt Vestfirði í júlí en aðeins 2% febrúar.
Haraldur Guðjónsson

Nú er í fyrsta sinn hægt að skoða hvernig heimsóknir í einstaka landshluta þróast frá mánuði til mánaðar. Þetta er meðal þess sem hægt er að sjá í landamærarannsókn Ferðamálastofu sem nálgast má að Mælaborði ferðaþjónustunnar. Niðurstöðurnar eru frá júlí á síðasta ári og til og með apríl síðastliðnum. 

Höfuðborgarsvæðið fær til sín svipað hlutfall gesta alla mánuði ársins, eða á bilinu 93-95%. Suðurland heldur einnig sínum hlut nokkuð vel með á bilinu 85-61%. Tiltölulega litlar sveiflur eru á Reykjanesi en í öðrum landshlutum er árstíðasveiflan umtalsvert meiri. 

Þannig sögðust til dæmis 20% ferðamanna hafa heimsótt Vestfirði í júlí en aðeins 2% febrúar og á Norðurlandi fer hlutfallið úr rúmum 53% í ágúst í 9,3% í janúar.  

Nýting ferðafólks á afþreyingu var einnig skoðuð. Algengast er að fólk sé að greiða fyrir heimsókn í sund, náttúrulaug og spa, eða á bilinu 75-84%. Söfn og skoðunarferð með leiðsögn njóta einnig vinsælda allt árið um kring og almennt er ekki að sjá miklar sveiflur í nýtu fólks á afþreyingu eftir mánuðum, fyrir utan árstíðabundna þætti á borð við norðurljósaferðir.

Fólk er einnig beðið að gefa afþreyingunni einkunn á bilinu 1-10. Þar má sjá að hestaferðir eru að fá hæstu einkunn svarenda, eða rúmlega 9. Norðurljósaferðir fá lægstu einkunnina eða 7,7. Að meðaltali er afþreyingin að fá 8,5 í einkunn.

Þegar fólk er spurt hversu löngu fyrir Íslandsferð ferðin var bókuð má sjá að felið er mun lengra fyrir ferðalög að sumri en vetri. Þannig nefndu tæplega tveir af hverjum þremur að ferðin hefði verið bókuð með meira en fjögurra mánaða fyrirvara í ágúst á meðan hlutfallið fyrir sama svarmöguleika er 31% í janúar.

Ferðasíður, blogg og bæklingar er það sem fólk notar helst við skipulagningu ferða sinna og koma samfélagsmiðlar og leitarvélar þar á eftir. 

Yfir 90% svarenda nefna náttúru landsins eða einstök náttúrufyrirbæri sem ástæðu þess að hugmynd að Íslandsferð hafi kviknað og yfir 70% nefna íslenska menningu sem ástæðu. 

Stikkorð: Ferðamenn
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is