*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Innlent 14. mars 2012 10:14

Flestir samrunar fyrirtækja hér á landi

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stjórnendur fyrirtækja og lögmenn þeirra þurfa að huga betur að samruna fyrirtækja.

Ritstjórn
Axel Jón Fjeldsted

Hvergi þurfa samkeppnisyfirvöld að grípa inn í jafn marga samruna og hér á landi. Á sama tíma er Samkeppniseftirlitið gagnrýnt fyrir seinagang. Forstjórinn Páll Gunnar Pálsson segir gagnrýnina haldlitla. Skýringanna megi leita í lélegum undirbúningi fyrirtækja sem renna saman og sé ástæða fyrir stjórnendur fyrirtækja og lögmenn þeirra að huga vel að því.

Páll Gunnar skrifar grein um málið í siðasta tölublað Viðskiptablaðsins.

Í greininni bendir hann m.a. á að niðurskurður á fjárveitingum til eftirlitsins sé ekki til þess gerður að flýta fyrir endurreisn atvinnulífsins.

Grein Páls Gunnars Pálssonar