Danske Bank í Kaupmannahöfn.
Danske Bank í Kaupmannahöfn.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Evrópsk bankayfirvöld (EBA) gáfu út niðurstöður álagsprófa á 91 banka á föstudag. Helstu bankar á Spáni og Ítalíu komu best út úr prófinu. Átta bankar stóðust ekki álagsprófið og af þeim voru fimm spænskir, tveir grískir og einn austurrískur.  Markmið prófanna er að auka trú fjárfesta á fjármálastofnunum í Evrópu. Álagspróf athugar hvort banki hafi nægt eigið fé.

Tíu norrænir bankar voru skoðaðir og stóðust allir prófið. Fjórir bankar voru skoðaðir í Svíþjóð og fjórir í Danmörku. Þá var einn banki í Finnlandi skoðaður og einn í Noregi.