44,5% telja að lækkun húsnæðisskulda muni hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf, 34,7% telja að þetta hafi engin áhrif og 20,8% telja að það muni engin áhrif hafa. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem gerð var dagana 28. mars til 1. apríl 2014

Mikil mismunur er á afstöðu manna eftir stjórnmálaflokkum. Þannig töldu 70,3% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn að lækkun húsnæðisskulda muni hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíft, 66,8% Sjálfstæðisfólks, 19,7% þeirra sem kusu bjarta framtíð, 13,5% þeirra sem kusu Pírata, 12,9% Samfylkingarfólks og 9,2% Vinstri-grænna töldu að lækkun húsnæðisskulda muni hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf.

Heildarfjöldi svarenda var 960 einstaklingar, 18 ára og eldri og voru þátttakendur valdir með slembivali úr viðhorfahópi MMR.