í síðustu viku skilaði sex manna starfshópur á vegum stjórnvalda skýrslu um framtíðarhlutverk og framtíðarhorfur Íbúðalánasjóðs. Í skýrslunni er lagt til að stofnaður verði svokallaður heildsölubanki með aðkomu Íbúðalánasjóðs og annarra lánveitenda á húsnæðismarkaði. Þannig sé unnt að draga úr ríkisábyrgð á skuldum sjóðsins.

Viðskiptablaðið sendi fyrirspurnir til þeirra sex stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis og mælast með kjörna þingmenn í skoðanakönnunum. Í fyrsta lagi var spurt hvort það sé réttlætanlegt að mæta slæmri stöðu Íbúðalánasjóðs með frekari fjárveitingum úr ríkissjóði. Í öðru lagi var spurt hvaða leiðir eigi að fara til þess að leysa uppgreiðsluvanda sjóðsins. Af svörum nokkurra þeirra má ljóst vera að margir telja einsýnt í stöðunni að setjast þurfi við samningaborðið með kröfuhöfum Íbúðalánasjóðs, sem að stærstum hluta eru lífeyrissjóðir.

Svörin frá flokkunum er hægt að lesa í Viðskiptablaðinu sem kom út í vikunni. Áskrifendur geta nálgast svörin í blaðinu hér að ofan undir liðnum tölublöð.