Ríflega tveimur þriðju Íslendinga telja að þeir greiði sjálfir of háar fjárhæðir í skatta, samkvæmt könnun Viðskiptablaðsins sem framkvæmd var af Gallup. Alls telja 27,6% aðspurðra að sú fjárhæð sem þeir greiða í skatta sé allt of há og þá telja 39,7% að fjárhæðin sé heldur of há. Aðeins eru 3,8% aðspurðra á þeirri skoðun að þeir greiði of lága skatta, en 28,8% telja að fjárhæðin sé hæfileg.

Könnunin var framkvæmd af Gallup dagana 23. september til 5. október. Í úrtakinu voru 1.423 manns og fjöldi svarenda í könnuninni voru 859. Þar af tóku 820 afstöðu til spurningarinnar. Spurt var: Þykir þér sú upphæð sem þú greiðir í skatta of lág, hæfilega eða of há?

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .