Ekki á að hafa komið á óvart þegar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði beiðni kínverska fjárfestisins Huang Nubo um heimild til að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum. Björgvin Ingi Ólafsson hagfræðingu skrifar í grein í Viðskiptablaðinu að Ögmundur sé íhaldssamur sósíalisti sem sé ekkert sérstaklega hlynntur einkaeignarréttinum eða frjálsu framtaki.

„Það sem kom á óvart, og var mun sorglegra, var að þau öfl sem ættu alla jafnan að berjast fyrir viðskiptafrelsi hafa, þvert á væntingar, alls ekki gagnrýnt þessa framgöngu. Þau hafa miklu fremur stutt hana,“ skrifar Björgvin.

Grein Björgvins má nálgast hér: Flestir töpuðu í Nubolottó