Á Íslandi eru um 1,6 traktorar fyrir hvern ræktanlegan hektara lands, samkvæmt gögnum Alþjóðabankans og The Economist birtir á vefsíðu sinni. Á lista blaðsins yfir þau ríki sem eiga flesta traktora miðað við ræktanlegt land trónir Ísland efst.

Í skýringartexta segir að hrjóstugt landslag og skortur á góðum vegum skýri að einhverju leyti fjölda traktora hérlendis.

Næst á listanum er Slóvenía þar sem tæplega 0,6 traktorar eru á hvern ræktanlegan hektara lands. Næst koma Japan, Sviss og Austurríki.

Umfjöllun The Economist .