MMR hefur birt niðurstöður úr könnun þar sem athuguð var afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða sex málaflokka tengda efnahagsmálum sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum.

Flestir töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða alla málaflokka tengda efnahagsmálum. Þeir málaflokkar sem spurt var um eru skuldamál heimilanna, endurreisn atvinnulífsins, efnahagsmál almennt, skattamál, atvinnuleysi og málefni Íbúðalánasjóðs.

Af þeim sem tóku afstöðu töldu 41,4% Sjáflstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða endurreisn atvinnulífsins, 40,9% töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í efnahagsmálum almennt, 38,7% töldu hann bestan til að leiða í skattamálum og 31,9% töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í málefnum Íbúðarlánasjóðs og 31,5% töldu hann bestan til þess fallinn að leiða í málefnum atvinnuleysis.

Af þeim sem tóku afstöðu töldu 25,8% Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða skuldamál heimilanna, borið saman við 19,0% sem töldu Framsóknarflokkinn vera bestan til þess fallinn. Það voru hins vegar 34,4% sem töldu Framsóknarflokkinn best til þess fallinn í janúar 2014.

Niðurstöður könnunarinnar

© Aðsend mynd (AÐSEND)