Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests traust í fjórtán af fimmtán málaflokkum sem spurt var um í könnun MMR. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Þegar spurt var um umhverfismál eru Vinstri græn af flestum talin henta betur til forystu.

Um 60,5% segjast treysta ákveðnum stjórnmálaflokki til að leiða að minnsta kosti einn málaflokk sem er töluvert lægra en mældist í apríl 2009. Þá var hlutfallið 78 prósent.

Meðal flokkanna fimmtán sem spurt var um voru heilbrigðismál, menntamál, skattar, endurreisn atvinnulífsins og nýting náttúruauðlinda.